Senda má tölvupóst til Hollvina Grensásdeildar á netfangið [email protected], eða senda skilaboð á fésbókarsíðunni Hollvinir Grensáss, eða með bréfi til Hollvina Grensásdeildar, Grensásdeild v/Álmgerði, 108 Reykjavík.
Hollvinir Grensásdeildar stóðu fyrir landssöfnun á RÚV þann 6.október 2023.
Árangur söfnunarinnar var frábær og ber vitni þeirri velvild sem deildin nýtur í samfélaginu.
Áfram er hægt að styrkja Grensás hér á síðunni.
5.október 2023 var tekin fyrsta skóflustunga að 4.400 m2 viðbyggingu sem mun gerbreyta aðstöðu til endurhæfingar, og verða bæði rúmgóð, björt og falleg.
Hollvinir hjálpa til með því að safna fyrir sérhæfðum tækjabúnaði í nýja húsið. Hver króna skiptir máli, margt smátt gerir eitt stórt og þörfin fyrir góðan búnað mikil.
Við þökkum öllum sem leggja Grensásdeild lið og óskum eim velfarnaðar!