Styrktu með símtali
907-1503 - 3.000 kr
907-1505 - 5.000 kr
907-1510 - 10.000 kr
September 2010

Merkur ávinningur hollvinanna

 

Þjálfunaríbúð var formlega tekin í notkun á endurhæfingardeildinni á Grensási mánudaginn 27. september 2010 að viðstöddum gestum og stjórn Hollvina Grensásdeildar.  Íbúðin fékk nafnið Ásbúð.  Hún er á 3. hæð og fyrst og fremst hugsuð fyrir skjólstæðinga.  Markmiðið er að þjálfa þá í því að hugsa um sjálfa sig heima eða til þess að prófa hjálpartæki áður en kemur að útskrift.  Skjólstæðingarnir geta verið í íbúðinni allt að fjórar vikur.
 
        
 
Með þessu er langþráður draumur að rætast í þjálfun fatlaðra einstaklinga. Íbúðin er afsprengi söfnunarinnar Á rás fyrir Grensás sem Hollvinir Grensásdeildar og Edda Heiðrún Backman leikkona stóðu fyrir.  Draumurinn rættist svo með aðstoð IKEA sem gaf nærri allan húsbúnað. Fastus gaf sjúkrarúm og Rebekkustúkan nr. 4 Sigríður gaf umhverfisstjórnunarbúnað.  Hollvinir Grensáss gáfu raftæki í stofu og eldhús.
 
          

Með íbúðinni er leitast við að brúa enn betur bilið milli sjúkrahúss og heimilis og tryggja að útskrift mikið fatlaðs einstaklings verði betri.
 
Bolli Magnússon, starfsmaður IKEA og skjólstæðingur Grensáss, opnaði íbúðina formlega með því að klippa á borða.  Hann er trésmiður og það hefur verið liður í þjálfun hans að skrúfa saman IKEA húsgögnin í íbúðinni.