Nóvember 2010

Þakklæti sýnt með opnu húsi!

Laugardaginn  20. nóvember sl. hélt Grensásdeild opið hús fyrir gesti og gangandi og var fjölsótt.   Kynnt voru húsakynni deildarinnar, þar á meðal æfingasalir, sundlaug,  æfingaríbúð og sjúkrastofur.  Eins var starfsfólkið til staðar til að leiðbeina og svara spurningum enda var tilgangurinn að kynna hvað deildin gerir og fyrir hverju hún stendur.
 
 
Ýmislegt var á boðstolum m.s. góðar kaffiveitingar og mörg félög og stofnanir voru með kynningu á sinni starfsemi, þar á meðal Heilaheill og Hollvinir Grensásdeildar.  Með þessum degi var deildin m.a. að sýna þakklæti sitt hvernig þjóðin brást við söfnunarátakinu eftirminnilega, „Á rás fyrir Grensás“.