Apríl 2015

Bítlakrás fyrir Grensás - With a little help from my friends!

 

Grensásdeild á marga góða vini, því hún hefur snert líf svo fjölmargra - ekki aðeins þeirra sem sjálfir hafa dvalið þar, heldur vina þeirra og vandamanna um allt samfélagið.
 
Nú hafa Hollvinir Grensásdeilar og fjöldi listamanna tekið höndum saman um að styrkja deildina með tónleikum í Háskólabíói kl. 18 laugardaginn 30.maí 2015. Þeir gefa allir vinnu sína og rennur ágóði óskiptur til Hollvina Grensásdeildar sem um árabil hafa aflað fjár fyrir deildina, með Eddu Heiðrúnu Backman fremsta í flokki. Miðar á tónleikana eru komnir í sölu hjá midi.is: http://midi.is/tonleikar/1/8922/Bitlakras_fyrir_Grensas
 
 
 
Dagskráin sem byggir á tónlist Lennon og McCartney verður fjölbreytt og skemmtileg. Margs konar listamenn koma fram og í anddyri verður sögusýning.
Kynnar verða Helgi Pétursson og Bogi Ágústsson, en meðal þeirra sem koma fram eru Björn Thoroddsen, Ari Jónsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson & Lovísa Fjeldsted, Sönghópur úr Domus vox, Hljómsveitin; Á bak við eyrað, Ólafía Hrönn, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, Þuríður Sigurðardóttir, og Örn Gauti Jóhannsson.
 
Undir leika Óskar Þormarsson (trommur), Ingvar Alfreðsson (hljómborð), Ingi Björn Ingason (bassi) og Gospelkór Jóns Vídalíns sér um raddir. Hljómsveitarstjóri verður Davíð Sigurgeirsson.
 
Skemmtum okkur saman og látum gott af okkur leiða!