Nóvember 2015

Jólabasarinn verður á laugardaginn

 

Nú fer að líða að árlegu aðal fjáröflunarátaki Hollvina Grensásdeildar, basarnum. Í ár verður hann haldinn laugardaginn 14. nóvember nk. kl. 13-17 í Safnaðarheimili Neskirkju. Takið eftir að hann er nú haldinn á nýjum stað. Þar verður til sölu á góðu verði fjöldi fallegra handunninna muna, úrval af tertum, brauði og smákökum og fleira sem hentar vel til gjafa. Og svo eru nýbakaðar vöfflur, kaffi og heitt súkkulaði að vanda. Við verðum einnig með happdrætti þar sem vinningurinn er falleg mynd eftir Eddu Heiðrúnu.
 
 
Við biðjum ykkur að láta vini og vandamenn vita af þessum atburði svo að þetta góða tækifæri til fjáröflunar fyrir Grensásdeild nýtist sem allra best. Eins væri mjög vel þegið ef þau ykkar sem eru á facebook eða öðrum samskiptavefjum gætu látið tengslanet ykkar þar vita af þessum atburði.Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest á basarnum!
 
Smellið á lesa áfram >>> hér fyrir neðan til að sjá fleiri myndir af handunnum munum.