Mars 2016

Stórkostleg gjöf Ægis og Fjölnis

 

Hollvinir Grensásdeildar fagna innilega stórkostlegri gjöf Lionsklúbbanna Ægis og Fjölnis til Grensásdeildar.
Í janúar afhentu þeir deildinni mikilvægan búnað af ýmsu tagi sem allir þættir endurhæfingar njóta góðs af. Það er ómetanlegt að eiga svo öfluga og stórhuga bandamenn og þakka Hollvinir Grensásdeildar Lionsklúbbunum Ægi og Fjölni, Agli Ágústssyni fyrrum forstjóra ÍSAM og öðrum forsvarsmönnum söfnunarinnar og síðast en ekki síst öllum sem lögðu fjáröflun þeirra lið.
 Úr fréttatilkynningu Lionsklúbbanna:
 
Á síðasta ári tóku tveir Lionsklúbbar, Ægir og Fjölnir í Reykjavík höndum saman ásamt Agli Ágústssyni og hófu söfnun fyrir tækjum til endurhæfingar á Grensásdeild. Var hið árlega kúttmagakvöld Lionsklúbbanna 2015 tileinkað þessari söfnun.
 
Fjármunirnir sem söfnuðust fóru í að kaupa tæki fyrir eftirfarandi deildir:
 
HJÚKRUN: 17 stk. sjúkrarúm, 15 stk. dýnur í sjúkrarúm, 2 stk. loftdýnur og 5 stk. náttborð.
 
IÐJUÞJÁLFUN: 7 stk. hjólastólar, 2 stk. sessur, 1 stk. skaftryksuga og juðari.
 
SJÚKRAÞJÁLFUN: 1 stk. tölva í Lokomat, 1 stk. meðferðabekkur 106 cm og 1 stk. meðferðabekkur 120 cm 1 stk. þrekhjól 2 stk. sturtustólar í sundlaug, trissa ásamt trissubekk. sem er sérstakt tæki fyrir þjálfun á öxlum, 2 stk. fóta og handhjól og 2 stk. háar göngugrindur.
 
TALMEINAÞJÓNUSTA: Tæki sem styrkir öndun, rödd og kyngingu, ISO þjálfi til kyngingar, tungustyrkarmælir og málhljóðapróf ÞM.
 
Verðmæti gjafa eru rúmar 16 milljónir króna.
 
 
 
Það er Lionsklúbbunum Ægi og Fjölni mikill heiður að fá að koma að söfnun og aðkou að þessari styrkveitingu sem ásamt fjölmörgum styrktaraðilum gerir Grensásdeild Landspítalans enn betur í stakk búna til að halda ótrauð áfram í því mikla og mikilvæga starfi sem deildin sinnir og hefur komið svo ótal mörgum einstaklingum út í lífið á ný.
 
Óska Lionsklúbbarnir Ægir og Fjölnir ásamt styrkveitendum deildinni velfarnaðar í því mikilvæga starfi sem að hún sinnir. Einnig vilja allir aðilar þakka þeim fyrirtækjum sem studdu við tækjakaupin sérstaklega fyrir alla hjálp og stuðning.
 
Egill og Hildur Einarsdóttir - Páll Eiríksson, (í minningu afa síns, Tómasar Árnasonar ) - (Byggingarfélag Gunnars og Gylfa.) Bygg ehf. - Bílaumboðið Askja, - Samskip, - VIS, - Isam - Lýsi, - Ísfélagið, - Fastus. - Arina. - Arion banki. - Íslandsbanki.