Júlí 2016

"Fáðu hann lánaðan í stórafmælið"

 

Það getur verið snúið að finna afmælisgjöf handa okkur sem erum farin að reskjast. Hér er tækifæri til að láta gott af sér leiða: fá söfnunarbauk HG lánaðan og láta gestina vita að þeir geti stutt Grensásdeild í stað þess að kaupa handa þér afmælisgjöf.
 
Söfnunarbaukurinn var vígður nýlega í sextugsafmæli Birgis Ingimarssonar, stjórnarmanns í Hollvinum Grensáss, og safnaðist drjúg upphæð í þessari frumraun bauksins. Við komum með baukinn til þín og sækjum hann aftur (eða þú getur nálgast hann í afgreiðslunni á Grensásdeild).
 
Hafðu samband við eitthvert okkar í stjórn HG til að fá söfnunarbaukinn:
 
Birgi Ingimarsson, síma: 892 0912, netfang: [email protected]
Ottó Schopka, síma: 822 0701, netfang: [email protected]
Guðrúnu Pétursdóttur, síma: 820 0575, netfang: [email protected]