Október 2018

Grensásdeild eignast raförvunartæki

Í vor aðstoðuðu Hollvinir við kaup á nýju raförvunartæki að ósk sjúkraþjálfara. Tækið er tengt við hand- og fótahjól og sendir rafboð sem örva vöðvana. Kemur það að góðum notum við þjálfun fólks sem hefur orðið fyrir mænuskaða.