Ágúst 2020

Stóll með mörgum stillimöguleikum

Hollvinir gefa Grensásdeild vandaðan hjólastól sem laga má nákvæmlega að misjöfnum þörfum notenda.

 

 

Hjólastólnum fylgja sex hólfaskiptar sessur sem veita góða vörn gegn þrýstingssárum. Í hólfunum er komið fyrir loftfylltum hyrnum sem laga sig að útlínum líkamans og tryggja þannig góða og stöðuga setustöðu. Stóllinn er auk þess með marga stillimöguleika, fyrir bak eru t.d. sérstaklega margir möguleikar - bæði hæð og breidd - stillanleg setudýpt og -breidd.