Ágúst 2020

HG gefa 24 tæki til öndunarþjálfunar

Rannsóknir hafa sýnt fram á árangur mótstöðuöndunarþjálfunar, t.d. eftir heilablóðfall, parkinsons, MND, mænuskaða o.fl.

 

EMST150-tækin sem Hollvinir færðu Grensásdeild að gjöf eru notuð til mótstöðuöndunarþjálfunar. Markmiðið er að styrkja þá vöðva sem koma að hósta, kyngingu og öndun. Hægt er að stilla tækið eftir getu hvers og eins svo auðvelt er að fylgjast með framförum í þjálfun. Þjálfunin byggir á lögmálum um styrktarþjálfun þar sem álagið er aukið jafnt og þétt í gegnum þjálfunartímabilið. Í mótstöðuöndunarþjálfun er hægt að leggja áherslu á annaðhvort útöndunar- og/eða innöndunarþjálfun, allt eftir þörfum hvers og eins. Tækið er handhægt og einfalt í notkun svo hægt er að æfa sig hvar sem er. Rannsóknir hafa sýnt fram á árangur mótstöðuöndunarþjálfunar m.a. fyrir fólk með sjúkdóma á taugafræðilegum grunni s.s eftir heilablóðfall, parkinsons, MND, mænuskaða o.fl.