September 2020

Hollvinir kosta endurbætur á lóðinni

Í ráði er að endurskipuleggja lóð Grensásdeildar í tengslum við byggingu nýrrar álmu sem nú er í undirbúningi. Hollvinir munu kosta endurbæturnar í samráði við starfsfólk deildarinnar og stjórnendur Landspítalans.

 

 

Lóð Grensásdeildar er stór og sólrík og í góðu skjóli fyrir norðanáttinni. En ráðast þarf í töluverðar umbætur til að hún nýtist skjólstæðingum deildarinnar betur, leggja stíga, smíða palla og koma upp fjölbreyttari gróðri. Einnig er ætlunin að koma fyrir æfingasvæði með tækjum og mun það stækka athafnasvæði deildarinnar. Landslagsarkitektar hjá Eflu verkfræðistofu sjá um hönnun.