September 2020

Fjársöfnun fyrir Grensás í gangi

„Það birtir“ heitir nýr diskur sem nú er í símasölu til styrktar HG, dásemdar tónlist með Agli Ólafssyni, Sigríði Thorlacius og Eyþóri Inga. Lagasafnið er fáanlegt á CD-diski og í stafrænni útgáfu beint fyrir tölvu eða snjallsíma.

 

Ef þú hefur hug á að eignast lagasafnið og styðja Grensásdeild í leiðinni getur þú skilið eftir skilaboð á Fb-síðu Hollvina eða sent tölvupóst með nafni þínu og símanúmeri á gudrun@hi.is.