Framkvæmdir á lóð hefjast í sumar
Nú í þessum mánuði hafa fulltrúar Hollvina, Landspítala og starfsmanna Grensásdeildar fundað með landslagsarkitektum og unnið að tillögum að endurhönnun lóðarinnar.
Lóðaframkvæmdir hefjast í sumar og er stefnt að því að skapa betri aðstöðu fyrir skjólstæðinga Grensásdeildar, m.a. með því koma upp svæðum með þjálfunartækjum svo unnt sé að æfa utandyra. Eða einfaldlega njóta útivistar og hreyfingar í vel grónu og skjólsælu umhverfi.