Aðalfundur HG 2023, haldinn 15.febrúar 2023
Aðalfundur HG var haldinn á Grensásdeild þriðjudaginn 15.febrúar 2023.
Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Fundarstjóri var kjörinn Páll Svavarsson og Svava Magnúsdóttir var ritari. Formaður, Guðrún Pétursdóttir kynnti skýrslu stjórnar og Valdimar Guðnason kynnti reikninga. Hvort tveggja var samþykkt einróma. Samþykkt var tillaga um breytingu á samþykktum félagsins, ákveðið að árgjald yrði óbreytt, kr 2000. - og stjórn falið að ganga frá fundargerð. Í stjórn voru kjörin Bryndís Björk Kristjánsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Svava Magnúsdóttir, Valdimar Guðnason og Þórunn Þórhallsdóttir. Varamenn stjórnar eru Baldvin Jónsson og Ottó Schopka. Skoðunarmenn Þór Jakobsson og Jóhanna Jóhannesdóttir.
Ársskýrslu og reikninga er þegar að finna á heimasíðunni, en fundargerð verður sett inn strax og er tilbúin.