Styrktu með símtali
907-1503 - 3.000 kr
907-1505 - 5.000 kr
907-1510 - 10.000 kr
Október 2023

Hátíðardagur! Fyrsta skóflustunga að viðbyggingu Grensásdeildar!

 

Hátíðardagur! Fyrsta skóflustunga að viðbyggingu Grensásdeildar!

Fjöldi gesta samfagnaði þann 5.október 2023  þegar fyrsta skóflustunga var tekin að viðbyggingu Grensásdeildar. Byggingin verður 4.400m2 og sérhönnuð fyrir þarfir endurhæfingar. Gamla húsinu var upphaflega ætlað að vera dvalarheimili og því ekki sniðið að þeirri starfsemi sem það hýsti í 50 ár.

Nú verður mikil breyting á, því nýja byggingin er sérhönnuð að þörfum endurhæfingar. Hún verður björt og rúmgóð, og rúmar fyrirferðarmikil tæki sjúkraþjáfunar sem ekki hafa komist fyrir í gamla húsinu. Góð aðstaða verður til allrar þjálfunar.

Herbergi á legudeild verða einbýli með snyrtingu og allan nauðsynlegan búnað. Vandað er til almannarýma, nýr matsalur verður og aðstaða til að njóta útiveru.

Hollvinir fagna innilega þessum mikilvæga áfanga.

 

 

Sjá frétt á mbl:

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/10/05/upphafid_ad_4_400_fm_vidbyggingu/